fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa meiðst í Noregi í september fékk íslenski knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson greiningu á meiðslum sínum. Við komuna til Ítalíu kom annað í ljós. Við tók dramatísk bið en félagaskiptaglugginn lokaðist 5 mínútum eftir að samið var.

Hólmbert Aron Friðjónsson knattspyrnukappi úr Kópavogi hefur upplifað hinar ýmsu hliðar fótboltans þrátt fyrir ungan aldur. Hólmbert sem er 27 ára gamall fór ungur að árum til skoska stórliðsins Celtic en þar voru tækifærin af skornum skammti. Eftir stutt stopp í Danmörku árið 2015 ákvað Hólmbert að koma heim til Íslands og samdi við KR. Dvölin í KR gekk brösuglega og ekkert benti til þess að þessi knái leikmaður næði ferli sínum aftur á flug. Um mitt sumar 2016 gekk hann í raðir Stjörnunnar og segja má að þar hafi ferill hans aftur náð fyrri hæðum. Hólmbert byrjaði að skora reglulega og sumarið 2017 var hann einn besti leikmaður Íslandsmótsins. Tækifærið í atvinnumennsku kom aftur í upphafi árs 2018 þegar Hólmbert gekk í raðir Álasunds og eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Noregi er þessi íslenski framherji nú mættur til Ítalíu eftir að hið sögufræga félag

Brescia ákvað að festa kaup á Hólmbert í upphafi mánaðar. Hann er fluttur til Ítalíu í miðjum heimsfaraldri en lætur ekki illa af dvölinni. „Það eru allir með grímur hérna en annars er þetta mjög rólegt, það er ekki mikið af reglum eða bönnum vegna veirunnar. Fólk reynir að halda fjarlægð og er með grímur, lífið hérna er fínt. Ég gleymi grímunni stundum en þá er bara að hlaupa upp á hótel og sækja hana, lífið er bara ljúft,“ sagði Hólmbert þegar hann tók símann í síðustu viku.

Kórónuveiran lék Ítalíu mjög grátt í upphafi faraldursinsen þessa dagana er lífið eins eðlilegt og það getur orðið á fordæmalausum tímum.

Bras að komast frá Noregi
Samningur Hólmberts við Álasund í Noregi átti að renna út um áramótin, hann hafði því leyfi til þess að skrifa undir við Brescia án samþykkis í Noregi og hafði gert það. Hefði Álasund neitað að selja hann hefði hann farið til Ítalíu í janúar. „Ég skrifaði undir fyrir landsleikinn á móti Englandi í september, þá voru það í raun tveir samningar. Annar þeirra var þá að ég kæmi frítt í janúar og svo hinn ef þeir næðu að kaupa mig frá Noregi. Þetta var krafa frá þeim, að ég myndi skrifa undir fyrir leikinn við England,“ sagði Hólmbert um stöðu mála en hann átti góða innkomu í íslenska landsliðið í september og skoraði meðal annars gegn Belgíu.

Hann naut þess að spila fyrir Álasund, fyrst um sinn í næstefstu deild, en í ár hefur hann raðað inn mörkum fyrir félagið í efstu deild. „Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um dvölina í Noregi, fyrsta tímabilið gekk hrikalega vel og svo var annað tímabilið vonbrigði. Ég var ekki með hugann við þetta, ég vildi fara en fékk það ekki. Ég hafði ekki áhuga á að taka annað tímabil í næstefstu deild og kom hálf hauslaus inn í tímabilið, það á ekkert að gerast en ég lærði af því. Svo hefur þetta tímabil í efstu deild gengið frábærlega persónulega en hræðilega hjá liðinu, þetta var góður en skrýtinn tími. Ég vildi fara í stærra skref þegar við komumst ekki upp, þeir hjá Álasundi voru erfiðir en ég þurfti að taka þann slag bara. Þetta var ekki auðvelt að komast til Ítalíu, það þurfti að hringja og vera erfiður. Þeir áttuðu sig loks á því að þeir voru ekki í neinni stöðu til að halda mér lengur.“

Dramatískur dagur
Um miðjan september meiddist Hólmbert í leik í Noregi og fékk greiningu á meiðslum sínum þar. Brescia ætlaði samt sem áður að kaupa hann en við læknisskoðun á Ítalíu kom í ljós að meiðslin voru talsvert verri en talið var í Noregi. „Ég fékk úr fyrstu skoðun að ég væri með beinmar og sködduð liðbönd, Brescia vissi af því og ætlaði að taka við mér meiddum. Í læknisskoðun hérna kemur svo í ljós að ég er líka með sprungu í ristinni og það verður vesen út af því. Þetta klárast bara fimm mínútum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist. Brescia vildi lækka verðmiðann og taldi að Álasund væri að fela hluti. Ég fór upp á hótel og beið eftir því að þetta myndi klárast. Að samningar myndu nást. Það náðist loksins en þetta var dramatískt,“ sagði Hólmbert um daginn sem hann gekk í raðir Brescia.

Sökum meiðsla framherjans og kórónuveirunnar hefur hann ekki fengið mörg tækifæri til að kynnast nýjum liðsfélögum. „Ég á kannski 3-4 vikur eftir í endurhæfingu miðað við tímarammann sem settur var upp en mér líður vel núna, beinmarið er að angra mig meira en ristin. Ég er bara í rækt hérna rétt hjá hótelinu og hef bara hitt liðið tvisvar, ég er hjá læknum og sjúkraþjálfurum á stofu hérna í bænum en fer ekkert á æfingasvæðið. Þetta er skrýtið, ég hef hitt samherjana tvisvar. Ég er bara einn vegna kórónuveirunnar en það er vel séð um mig. Ég er hrikalega spenntur að fara af stað, get ekki beðið eftir því að byrja. Það er ekkert spes staða að vera meiddur þegar þú kemur í nýtt félag, þeir sýna mér traust með því að taka mig þrátt fyrir meiðslin. Ég get ekki beðið eftir því að reima á mig takkaskóna,“ sagði þessi geðþekki sóknarmaður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Zlatan: „Maradona er ekki dáinn“

Zlatan: „Maradona er ekki dáinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Liverpool tapaði – Bayern áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Liverpool tapaði – Bayern áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Argentínu

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Argentínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”
433Sport
Í gær

Þurfti að biðjast afsökunar eftir blótsyrði Carragher í beinni útsendingu í gær

Þurfti að biðjast afsökunar eftir blótsyrði Carragher í beinni útsendingu í gær
433Sport
Í gær

Mynd af Eiði Smára vekur athygli – „Er þetta besta ljósmynd allra tíma?“

Mynd af Eiði Smára vekur athygli – „Er þetta besta ljósmynd allra tíma?“
433Sport
Í gær

Þetta eru þeir bestu í heimi þetta árið – FIFA opinberar hverjir geta unnið verðlaunin

Þetta eru þeir bestu í heimi þetta árið – FIFA opinberar hverjir geta unnið verðlaunin
433Sport
Í gær

Konurnar í skólanum fengu áfall þegar þær sáu viðtalið við Jón Pál – „Það varð allt vitlaust“

Konurnar í skólanum fengu áfall þegar þær sáu viðtalið við Jón Pál – „Það varð allt vitlaust“