fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Valdi ekki dýrasta leikmanninn í draumaliðið – Sjáðu hverja hann valdi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 25. október 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, fékk áskorun á Twitter en aðdáandi bað hann um að velja draumalið samansett einungis úr leikmönnum Manchester United, bæði fyrrum og núverandi. Eina reglan var að hann mátti ekki velja neina leikmenn frá Bretlandseyjum.

Neville tók áskoruninni en athygli vekur að hann valdi ekki dýrasta leikmanninn í sögu félagsins, Paul Pogba. Pogba, sem er franskur, var keyptur fyrir 89 milljónir punda, eða rúmlega 16 milljarða í íslenskum krónum, árið 2016.

Þá vakti það einnig athygli að Neville hafi valið argentínska varnarmanninn Juan Sebastián Verón en hann lék við hlið Neville á sínum tíma. Hann vann deildina með Manchester United árið 2003 en var þó að mati flestra langt frá því að vera frábær. Hann kom til liðsins frá Lazio fyrir 28 milljónir punda eða um 5 milljarða í íslenskum krónum og fór til Chelsea eftir einungis tvö tímabil.

„Veron? Í alvörunni?“ sagði einn stuðningsmaður Manchester United á Twitter um valið. „Ég myndi frekar velja Anderson en Veron,“ sagði annar

Hér fyrir neðan má sjá liðið sem Neville valdi í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Katrín Ómars í þjálfarateymi KR

Katrín Ómars í þjálfarateymi KR
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur öruggt að Arnar Þór fái starfið: „Ef eitthvað óvænt gerist, þá fer hann bara í fýlu“

Telur öruggt að Arnar Þór fái starfið: „Ef eitthvað óvænt gerist, þá fer hann bara í fýlu“
433Sport
Í gær

Alfons Sampsted norskur meistari

Alfons Sampsted norskur meistari
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Aron Einar skoraði aukaspyrnumark í tapi gegn lærisveinum Xavi

Sjáðu markið: Aron Einar skoraði aukaspyrnumark í tapi gegn lærisveinum Xavi