fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 12:00

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur Manchester United voru 70 milljónum punda minni á síðustu leiktíð en gert var ráð fyrir, ástæðan er COVID-19 veiran sem hefur sett stórt strik í reikning félagsins.

Áætlað var að tekjur United yrðu í kringum 580 milljónir punda en tekjurnar á síðustu leiktíð voru 509 milljónir punda. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem var opinberuð í dag.

United var ekki í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og mátt því búast við tekjufalli, tekjur félagsins voru 118 milljónum punda minni en árið á undan þar sem liðið var í Meistaradeildinni.

Félagið er með 51,5 milljón punda í eigið fé og hefur aðganga að 150 milljónum punda í gegnum lánalínu samkvæmt Ed Woodward stjórnarformanni félagsins í gær.

Tekjutapið er komið til vegna þess að áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn og þá voru sjónvarpstekjur miklu minni en áður vegna veirunnar og aðrir þættir spila svo einnig sitt hlutverk. Félagið hagnaðist þó um 5 milljónir punda á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot