fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 10:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hafnar því að Íslandsvinurinn Mason Greenwood hafi brotið agareglur og sé sökum þess ekki í leikmannahópi félagsins sem mætir PSG um helgina. Greenwood var sömuleiðis ekki í hóp gegn Newcastle á laugardag.

Solskjær segir að Greenwood sé meiddur en hann veit þó ekki hversu alvarleg meiðslin eru. „Nei,“ sagði Solskjær á fréttamannafundi í París í gær þegar hann var spurður um hvort Greenwood hafi brotið agareglur.

Greenwood er ekki eini leikmaðurinn sem United mun sakna í kvöld því Harry Maguire er meiddur og Edinson Cavani var ekki í formi til þess að spila.

„Ég er ekki læknir og veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Við erum að vona að þetta sé bara smá, við tökum ekki séns með Greenwood.“

„Vonandi verður hann bara klár um helgina þegar við mætum Chelsea.“

Greenwood komst í heimsfréttirnar í september þegar hann heimsótti Reykjavík og braut sóttvarnarreglur með Phil Foden, þegar íslenskar stúlkur heimsóttu hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr landsliðinu vegna þess og hefur Greenwood ekki fundið taktinn eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla
433Sport
Í gær

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Í gær

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“