fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 10:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hafnar því að Íslandsvinurinn Mason Greenwood hafi brotið agareglur og sé sökum þess ekki í leikmannahópi félagsins sem mætir PSG um helgina. Greenwood var sömuleiðis ekki í hóp gegn Newcastle á laugardag.

Solskjær segir að Greenwood sé meiddur en hann veit þó ekki hversu alvarleg meiðslin eru. „Nei,“ sagði Solskjær á fréttamannafundi í París í gær þegar hann var spurður um hvort Greenwood hafi brotið agareglur.

Greenwood er ekki eini leikmaðurinn sem United mun sakna í kvöld því Harry Maguire er meiddur og Edinson Cavani var ekki í formi til þess að spila.

„Ég er ekki læknir og veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Við erum að vona að þetta sé bara smá, við tökum ekki séns með Greenwood.“

„Vonandi verður hann bara klár um helgina þegar við mætum Chelsea.“

Greenwood komst í heimsfréttirnar í september þegar hann heimsótti Reykjavík og braut sóttvarnarreglur með Phil Foden, þegar íslenskar stúlkur heimsóttu hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr landsliðinu vegna þess og hefur Greenwood ekki fundið taktinn eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt