Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi er liðið tók á móti Umm-Salal í úrvalsdeildinni í Katar í dag. Um var að ræða fjórðu umferð deildarinnar en bæði lið voru án sigurs.
AL-Arabi komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir í Umm-Salal jafnaði með marki úr vítaspyrnu.
Sigurmark Al-Arabi kom svo í uppbótartíma, algjört draumamark sem tryggði lærisveinum Heimis stigin þrjú og fyrsta sigur tímabilsins.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðsvæði Al-Arabi í leiknum en Freyr Alexandersson mun á næstu dögum gerast aðstoðarþjálfari liðsins.
Sigurmarkið frábæra má sjá hér að neðan.
3 punktar í hús. Sigurmarkið af dýrari gerðinni í þetta skiptið. #alarabiiceland#fotboltinet pic.twitter.com/EqQ00CxK0g
— Stuðningsmannaklúbbur Al Arabi á Íslandi (@StuArabi) October 19, 2020