Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Þetta staðfestir Liverpool á heimasíðu sinni.
Van Dijk skaddaði liðbönd í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og líklega spilar hann ekki meira á þessu tímabili.
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að ekkert sé hægt að gera í málinu úr þessu, krafa hefur verið úr rauða hluta Liverpool borgar að dæma Pickford í bann.
Enska sambandið getur hins vegar ekkert gert þar sem Michael Oliver dómari sá atvikið og taldi það ekki réttlæta rautt spjald þegar Pickford tók Van Dijk niður.
The FA say Jordan Pickford will face no retrospective action following the Everton FC v. Liverpool FC fixture on Saturday [17/10/20] as the incident was seen by the match officials at the time.
— paul joyce (@_pauljoyce) October 19, 2020