fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Klopp vill ennþá fá þennan leikmann til Liverpool – „Hann er ótrúlegur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. október 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur enn áhuga á því að fá Adama Traoré, leikmann Wolves, til Liverpool.

Traoré, sem er einn hraðasti leikmaður heims, hefur áður verið sterklega orðaður við Liverpool. Til að mynda bjuggust margir við að hann myndi ganga til liðs við liðið í síðasta félagsskiptaglugga en að lokum var það liðsfélagi Traoré, Diogo Jota, sem fór til Liverpool.

Klopp hefur þó ekki misst vonina þegar kemur að því að fá Traoré til Bítlaborgarinnar. Samkvæmt Mundo Deportivo vill Klopp fá Traoré til Liverpool í janúar, einnig er sagt að hann sé að þrýsta á stjórn félagsins að kaupa hann.

Ef Traoré fer frá Wolves þá fer hann ekki fyrir lítinn pening en Wolves vill fá 60 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla leikmann. Þá hefur Traoré einnig verið orðaður við Barcelona en fór þaðan til Aston Villa árið 2015. Eftir eitt ár í Aston Villa fór Traoré til Middlesbrough og eftir það til Wolves.

Þegar Liverpool spilaði við Wolves í fyrra stóð Traoré sig afar vel og ákvað Klopp að hrósa honum fyrir frammistöðu sína. „Það er ekki hægt að spila á móti honum á köflum, hann er ótrúlegur. Þvílíkur leikmaður – hann er ekki einn á vellinum en hann er svo góður,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar