Georgina Rodriguez, fyrirsæta og kærasta knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, deildi nýverið mynd af sér á Instagram þar sem hún greindi frá því að hún hafi farið í myndatöku fyrir brasilísku útgáfu Vogue tímaritsins.
„Fyrsta skiptið mitt í Vogue Brasil,“ skrifaði Georgina með myndinni sem hefur fengið gífulega mikla athygli á samfélagsmiðlinum. Það kemur þó ekki á óvart þar sem Giorgina er með rúmlega 21 milljón fylgjendur á Instagram.
https://www.instagram.com/p/CGUhfrAnCyQ/
Georgina og Ronaldo hafa verið saman í um 5 ár en parið hittist fyrsti í Gucci verslun, þar var Georgina að vinna þegar Ronaldo kom til að versla. Á síðasta ári spruttu upp sögusagnir um að parið hefði gift sig í leyni en bæði Ronaldo og Georgina hafa blásið á sögusagnirnar. „Við munum gifta okkur einn daginn,“ segir Ronaldo þó.
„Það er draumurinn hennar mömmu sem og minn. Svo, einn daginn, af hverju ekki? Hún [Georgina] er frábær. Hún er vinur minn og við tölum saman. Ég opna hjarta mitt fyrir henni og hún opnar sitt fyrir mér.“