fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Hlaða Harry Maguire lofi – „Svona svararðu fyrir þig“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, skoraði fyrsta mark liðsins í 1-4 sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Maguire hlaut 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í einkunnargjöf SkySports og var valinn maður leiksins.

Leikmaðurinn hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði. Hann lenti í vandræðum í Grikklandi í sumar og hefur átt erfitt með að fóta sig á knattspyrnuvellinum. Í síðustu viku fékk hann að líta rauða spjaldið í leik Englands og Danmerkur.

Harry Maguire sló á gagnrýnisraddirnar í gær með flottri frammistöðu. Meðal þeirra sem hrósuðu leikmanninum var Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the day. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu leikmannsins.

,,Harry skoraði og sýndi gott fordæmi. Hann sýndi mikinn karakter, ég er ánægður fyrir hans hönd. Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir hann,“ sagði Solskjær í viðtali við SkySports.

Leikmaðurinn gekk til liðs við Manchester United frá Leicester City í ágúst árið 2019 fyrir 80 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár