fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sagan um Wenger, Welbeck og páfann

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 17. október 2020 15:27

Arsene Wenger. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, sagði frá skemmtilegri sögu í hlaðvarpsþættinum Ornstein and Chapman.

Fyrir lokadag félagssskiptagluggans árið 2014 virtist allt stefna í að Danny Welbeck, þáverandi leikmaður Manchester United, færi til Tottenham, erkifjenda Arsenal. Wenger vildi fá leikmanninn til Arsenal.

Á lokadegi félagsskiptagluggans vaknaði Wenger snemma því hann átti flug til Rómar þar sem hann átti að stýra liði í góðgerðarleik.

,,Þegar ég var á flugvellinum var mér sagt að Welbeck væri að ganga til liðs við Tottenham. Ég náði að koma í veg fyrir það með því að vera í samningaviðræðum allan daginn,“ sagði Wenger í hlaðvarpsþættinum.

Seinna um daginn beið Wenger í röð í Vatíkaninu til þess að hitta páfann. Hann fór vísvitandi aftast í röðina til þess að eiga meiri tíma með umboðsmanni Welbeck í símanum.

,,Eftir að hafa talað við hann í dágóða stund sagði ég honum að ég gæti gæti ekki talað við hann lengur, ég stæði fyrir framan páfann og væri að fara hitta hann. Ég skellti á.“

Þrátt fyrir þessa atburðarás gekk Welbeck til liðs við Arsenal.

,,Ef ég hefði ekki verið að ferðast á þessum degi þá hefði Welbeck ekki komið til Arsenal. Ég hafði forskot á Tottenham því ég vaknaði klukkan 6 um morguninn og var laus allan daginn til þess að sannfæra leikmanninn,“ sagði Wenger í hlaðvarpsþættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche