fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

„Þetta er munurinn á stórum þjóðum og minni þjóðum eins og Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrír leikir á sex dögum, þrír erfiðir leikir. Erfiðir andlega og líkamlega, metnaðurinn fyrir þetta verkefni var að láta eins fáa og ég gæti spilað þrjá leiki. Margir að spila mikið með félagsliði, þrír erfiðir leikir á sex dögum er mjög mikið. Þetta eru þrír keppnisleikir, fyrir Dani og Belga þá fengu þeir einn æfingaleik. Belgar hvíldu alla gegn Fílabeinsströndinni,“ sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á morgun.

Sjö leikmenn Íslands hafa yfirgefið hópinn eftir verkefnið gegn Rúmeníu og Danmörku. „Ég tók þá ákvörðun snemma, það var mín ákvörðun með Gylfa og Jóa var að þeir færu heim eftir tvo leiki. Jói hefur mikið verið meiddur og við vonuðumst að hann gæti spilað gegn Dönum. Hann var ekki 100 prósent og við tókum enga áhættu, Gylfi spilaði marga leiki fyrir verkefnið og á leik á laugardag. Það er best fyrir okkur í nóvember að Gylfi fari heim,“ sagði Hamren.

Svo eru fjórir leikmenn meiddir og Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara heim til Katar. „Það eru meiðsli hjá Kára, Ragnari, Arnóri Sig og Alfreð. Hlutir gerast, svo er Aron Einar og það var samkomulag að hann myndi bara taka fyrstu tvo leikina. Það eru sjö leikmenn ekki með, þannig er staðan.“

Hamren vonast til þess að þeir 60 stuðningsmenn Íslands sem geta mætt á morgun láti vel í sér heyra. „Ég vil hrósa Tólfunni, þeir hafa staðið sig frábærlega gegn Rúmeníu og Danmörku, við þurfum á ykkur að halda gegn Belgíu. Það verður erfiður leikur, þeir eru besta landslið í heimi.“

Birkir Bjarnason verður fyrirliði á morgun en Hamren vill ekki segja til um hver stendur í marki liðsins. „Ég geri það yfirleitt ekki, þú sérð á morgun þegar við spilum.“

Ísland hefur nú leikið sjö leiki í Þjóðadeildinni og ekki fengið stig, liðið hefur verið í vandræðum. „Þetta hefur verið erfitt, því við höfum spilað í A-riðli í Þjóðadeildarinnar. Þar mætum við þeim bestu í Evrópu, þetta eru mjög erfitt. Þú sérð Svía sem unnu B-riðil á síðustu leiktíð, þeir eru í A-riðli og hafa tapað öllum leikjum. Það er erfitt þegar við erum með mikil meiðsli, það eru mikil meiðsli. Svona er fótboltinn, þetta hefur verið erfitt gegn bestu liðunum. Bestu liðin geta ekki alltaf spilað með ellefu, þá kemur munurinn á stórum þjóðum og minni þjóðum eins og Íslandi í ljós. Þetta er erfið staða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot