fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Cavani í sóttkví og verður ekki með United um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 23:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United gekk frá samningi við Edinson Cavani á lokadegi félagaskiptagluggans en framherjinn frá Úrúgvæ kemur á frjálsri sölu. Samningur Cavani er til eins árs með möguleika á að framlengja hann um eitt til viðbótar.

Cavani fær 200 þúsund pund á viku hjá United, 35 milljónir á viku eða um 1,8 milljarð á ári í laun. Hann fær svo góðar 650 milljónir fyrir það að skrifa undir.

Cavani mun því missa af fyrsta leiknum þegar United mætir Newcastle um helgina. Cavani þarf að vera í tveggja vikna sóttkví þar sem hann var án félags og telst í skilningi laganna ekki sem atvinnumaður þegar hann kemur inn í landið.

Hans fyrsti leikur gæti orðið gegn PSG í Meistaradeildinni næstu viku þegar hann hefur lokið sóttkví.

Cavani kom til United eftir farsæla dvöl hjá PSG en þessi 33 ára framherji raðaði inn mörkum í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu