fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Byrjaði sem hobbí en gætu farið alla leið: Þurftu að hætta að taka við auglýsingum – ,,Þarf ekki annað en að benda á búninginn“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var gestur í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net í dag og fór þar yfir ýmis mál.

Kórdrengir eru félag sem flestir eru farnir að kannast við en liðið mun leika í 2. deildinni næsta sumar eftir að hafa komist upp tvö ár í röð úr bæði 4 og 3 deild.

Það eru reynslumiklir leikmenn á mála hjá Kórdrengjum og má nefna Einar Orra Einarsson og Albert Brynjar Ingason.

Hafliði Breiðfjörð ræddi ítarlega við Davíð um klúbbinn sem er mjög lítill að hans sögn. Þeir sömu eru á bakvið tjöldin og þegar félagið var stofnað fyrir 13 árum.

,,Félagið er eins og gefur til kynna ekki stórt og við erum ekkert margir sem vinnum að félaginu. Þetta er mikið bara við, fjölskyldan mín, strákarnir í stjórninni, nei þetta er ekki stór klúbbur en við hjálpumst öll að. Leikmenn eru að þvo vesti og annað, þetta er fjölskylduklúbbur. Það er stutt að fara til að fá hjarta liðsins beint í æð,“ sagði Davíð.

,,Við erum allir hérna sem stofnuðum liðið fyrir 12-13 árum. Karakter liðsins hefur verið sá sami öll þessi ár að undanskildu þessu eina ári sem ég talaði um áðan. Við erum virkilega lítill klúbbur.“

Davíð segir enn fremur að þetta hafi bara verið hobbí til að byrja með en að fljótt hafi gengið farið fram úr eigin væntingum.

,,Þetta var bara hobbí og fyndið. Við æfðum ekkert og spiluðum. Það gekk samt alltaf rosalega vel og ég held að enginn viti af hverju. Það var eitthvað við klúbbinn. Við æfðum ekki neitt og vorum jafnvel að lenda gegn stórum liðum í bikar, Víking Reykjavík. Við áttum skilið að vinna þann leik en töpuðum 3-2. Það var alltaf eitthvað.“

Margir spyrja sig hvernig Kórdrengir eru fjármagnaðir og hvernig félagið á efni á að sækja svo stór nöfn.

Að sögn Davíðs þá eru það aðallega auglýsingar á búningum liðsins sem sjá um að fjármagna þessa leikmenn og laun þeirra.

,,Ég þarf ekki annað en að benda á búninginn okkar í fyrra. Það sást varla í litinn á búningunum fyrir auglýsingum. Ég veit til þess að þeir sem voru að hringja og reyna að fá fólk til að auglýsa og annað, við þurftum bara að hætta.“

,,Eftir 10-20 fyrstu símtölin var búið að fylla búninginn. Fólk er spennt fyrir þessu og vill taka þátt. Það er eiginlega bara svar mitt við þessari spurningu.“

,,Við erum ekki með alla leikmenn á launaskrá eins og margir aðrir klúbbar svo þetta er fjölbreytt hjá okkur og öðrum klúbbum. Auðvitað finnum við fyrir því þessi klúbbar eiga erfitt með að borga laun. Við höfum fengið stráka til okkar sem eiga inni fullt af launum.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld