fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Barcelona að ráða nýjan stjóra – Spilar skemmtilegan bolta

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Quique Setien, fyrrum stjóri Real Betis, er að taka við spænska stórliðinu Barcelona.

Frá þessu greinir blaðamaðurinn Guillem Balague sem starfar fyrir miðla eins og Sky Sports.

Ernesto Valverde er stjóri Barcelona í dag en hann er valtur í sessi eftir tap í spænska Ofurbikarnum á dögunum.

Barcelona tapaði 3-2 fyrir Atletico Madrid og virðist það hafa verið síðasti naglinn í kistu Valverde.

Setien náði góðum árangri með Betis og er þekktur fyrir það að spila skemmtilegan fótbolta.

Hann var mjög óvænt rekinn frá Betis eftir síðustu leiktíð og voru margir pirraðir yfir þeirri ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok