fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433

Víkingur býst við því að selja Óttar í þessum mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 20:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík býst við því að selja Óttar Magnús Karlsson, sinn skæðasta framherja í þessum mánuði. Þetta herma heimildir 433.is.

Fótbolti.net segir að Óttar sé á leið til Ítalíu. „Talið er líklegt að Venezia nái að klófesta þennan 23 ára sóknarleikmann sem hefur verið algjör burðarás hjá Víkingum á tímabilinu,“ segir í frétt Fótbolta.net.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa umboðsmenn Óttars hjá Stellar Nordic átt í viðræðum við Venezia síðustu vikur.

Óttar hefur skorað 9 af 19 mörkum Víkings í efstu deild karla á þessu tímabili. Þetta verður í þriðja sinn sem Óttar Magnús fer í atvinnumennsku en hann er 23 ára gamall.

Hann fór ungur að árum til Ajax, hann kom heim en fór svo til Molde og spilaði einnig í Svíþjóð. Óttar mætti svo heim síðasta sumar en heldur aftur út á nýjan leik á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar
433Sport
Í gær

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ
433Sport
Í gær

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum