fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Sakar leikmenn Tottenham um leti

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 14. september 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var ósáttur með spilamennsku og vinnuframlag leikmanna sinna eftir 0-1 tap gegn Everton í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

,,Vandræði okkar hófust á því hvernig við pressuðum andstæðinginn, eða öllu heldur hvernig við pressuðum hann ekki. Við gáfum þeim of mikinn tíma til þess að byggja upp sínar sóknir,“ sagði Mourinho í viðtali við Sky Sports eftir leik.

Hann sakaði leikmenn sína um leti. Eitthvað sem er ekki líklegt til árangurs í ensku úrvalsdeildinni. Þá segist hann hafa fengið vísbendingar í leiknum um að einhverjir leikmenn séu ekki komnir í nægilega gott form.

,,Matt Doherty átti erfitt uppdráttar í leiknum. Hann náði ekki að spila sinn leik og ekki eins og við viljum að hann spili,“ sagði Mourinho.

Þá vakti Mourinho einnig athygli á því að kórónuveirufaraldurinn hefði haft mikil áhrif á undirbúning liðsins fyrir tímabilið. Einhverjir leikmenn hefðu greinst með veiruna.

,,Við vorum með tilfelli þar sem leikmenn greindust með veiruna, aðrir leikmenn þurftu síðan að fara í sóttkví. Það gerði okkur erfitt fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga