fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Hólmbert Aron að semja við stórt félag á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson mun að öllu óbreyttu ganga í raðir Brescia á Ítalíu. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is.

Brescia reynir að ná samkomulagi við Álasund um að kaupa Hólmbert af norska félaginu. Samningur Hólmberts við Álasund í Noregi rennur út í lok árs. Samkvæmt heimildum 433.is vonast allir aðilar til að klára málið á næstu dögum.

Hólmbert er 27 ára gamall sóknarmaður en hann gekk í raðir Álasunds árið 2018. Hann hefur skorað 11 mörk á þessu tímabili í norsku úrvalsdeildinni, hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur fjöldi liða haft samband við Álasund síðustu vikur og reynt að kaupa Hólmbert, þar má nefna lið í Tyrklandi og Rússlandi.

Hólmbert hélt ungur að árum til Celtic í Skotlandi og fór þaðan til Bröndby í Danmörku. Hann lék svo með KR og Stjörnunni hér á landi áður en hann hélt aftur út árið 2018.

Framherjinn stóri og stæðilegi var í leikmannahópi Íslands gegn Belgíu og Englandi. Hólmbert fiskaði vítaspyrnuna sem Birkir Bjarnason brenndi af gegn Englandi en nú verða þeir liðsfélagar á Ítalíu. Birkir gekk í raðir Brescia í janúar en liðið féll úr Seriu A á síðustu leiktíð.

Hólmbert skoraði svo eina mark Íslands í 5-1 tapi gegn Belgíu á þriðjudag. Keppni í Seriu B hefst í lok mánaðarins en líkur eru á að Hólmbert gangi í raðir félagsins fyrir þann tíma.

Sögufrægir leikmenn hafa komið við sögu hjá Brescia en má þar nefna Roberto Baggio og Pep Guardiola. Mario Balotelli er svo í herbúðum félagsins í dag. Brescia hefur í fjórgang unnið Seriu B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift