fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Gunnhildur Yrsa segir málið í Bandaríkjunum ógeðslegt – „Ég þegi ekki lengur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 14:03

Gunnhildur Yrsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við sögðum frá í gær er Dell Loy Hansen, eigandi Utah Soccer Holdings, að selja hlut sinn í MLS liðinu Real Salt Lake, NWSL liðinu Utah Royals og USL liðinu Real Monarchs. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjalla um málið og segja ástæðuna vera rasisma og kvenfyrirlitningu sem fyrirtækið undir hans stjórn hefur staðið fyrir. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er leikmaður Utah Royals en er þessa stundina í láni hjá Val.

Í fréttum gærdagsins sagði fyrrverandi ljósmyndari Utah Royals frá því að Carroll hefði fyrirskipað að starfsmönnum að mynda leikmenn á eins kynþokkafullan hátt og kostur væri. Aðrir starfsmenn Utah Royals hafa staðfest þessa frásögn. Því var bætt við að Carroll óskaði beinlínis eftir því að Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O’Hara yrðu notaðar í herferðum Utah Royals, ástæðan var sú honum fannst þær vera fallegustu leikmenn liðsins.

Í grein MSN sem birtist í gær er fjallað um Gunnhildi Yrsu og segir. „Carroll er einnig sakaður um að útiloka það að Gunnhildur Yrsa og Becky Sauerbrunn væru á auglýsingum félagsins vegna þess að þær voru of ljótar að hans mati,“ segir í grein MSN sem byggð er á skýrslu vegna málsins.

Gunnhildur Yrsa svarar fyrir málið á Twitter í dag. ,,Þetta mál er ógeðslegt, ég er þarna nefnd og vil bara segja eitt… Nú er nóg komið, dagarnir þar sem konur eru dæmdar út frá útliti sínu eru liðnir. Ég þegi ekki lengur,“ skrifar Gunnhildur Yrsa.

Smelltu hér til að lesa meira um þetta mál
Subbuskapur í Bandaríkjunum – Sagði Gunnhildi Yrsu of ljóta fyrir auglýsingar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli