fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Fúkyrðum rignir yfir konu eftir frétt Morgunblaðsins – Börnin ekki vandamálið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 13:51

Lengi hefur verið knattspyrnuvöllur á skólalóðinni, svona leit hann út áður en nýji battavöllurinn kom - Skjáskot: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birti Morgunblaðið umfjöllun um að battavöllur sem staðsettur er á skólalóð Ísaksskóla hafi loksins verið tekin niður eftir óánægju nágranna. Í kjölfarið hafa komið upp miklar umræður á netinu þar sem konan sem kvartaði undan vellinum er uppnefnd og fær yfir sig skammir.

Lengi hefur verið knattspyrnuvöllur á skólalóð Ísaksskóla en árið 2018 var settur upp svokallaður battavöllur. Það er völlur með girðingum svo boltinn fari ekki út af vellinum. Yfirleitt eru battavellir á Íslandi með timbri í kringum völlinn en þessi er með girðingu úr málmi. Það hefur framkallað meiri hávaða en gengur og gerist.

Frétt Morgunblaðsins af málinu hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Reiði fólks beinist ekki síst að konunni sem kvartaði undan vellinum. Hún er meðal annars kölluð „kelling“ og eldra fólk sagt vera „sálarlaust“ þegar kemur að börnum að leik.

Börnin eru ekki vandamálið

DV heyrði í konunni sem um ræðir. Hún sagði að það væri ekkert að því að krakkarnir væru að leika sér þarna, það sé í raun frábært og gaman að krakkar séu að leika sér þarna. Vandamálið beinist meira að fólkinu sem notar völlinn utan skólatíma en það eru sjaldnast grunnskólabörnin. Fullorðið fólk og eldri krakkar mæta á völlinn og eru þar langt fram á kvöld. Þaðan kemur áreitið, hávaðinn og leiðindin sem konan talar um, ekki frá börnunum.

Fólkið sem notar völlinn utan skólatíma er iðulega með hátalara og spilar háa tónlist langt fram á kvöld, þá eru einnig fullorðnir karlar að spila þarna sem öskra hátt og virðast ekki gera sér grein fyrir því hvar þeir eru. Þá fóru boltar stöðugt inn á lóðina, upp á bílskúr og á svalirnar. Fólk klifraði upp á þakið hjá þeim, hún fékk bolta í sig þegar hún var að sinna heimilisstörfum úti í garði. Þetta var að gerast allar helgar, öll kvöld og jafnvel fram yfir miðnætti.

„Hún var alltaf að fara til dyra því hún hélt að það væri einhver að banka“

DV heyrði einnig í syni konunnar sem furðar sig á því að fólk sé svona orðljótt í garð móður sinnar. Hann sagði að það væri enginn að kvarta yfir krökkunum, þeim finnst frábært að búa svona nálægt skólalóðinni og í nágrenni við krakkana. Krakkarnir eru kurteisir og skemmtilegir, vinka þeim hæ og spjalla við þau. Hann segir, líkt og móðir sín, að vandamálið komi frá eldri krökkum og ekki síst fullorðnu fólki sem notar völlinn á kvöldin.

Hann segir að þau hafi þurft að loka svölunum því það hafi ekki verið hægt að tala saman. Þá bendir hann á sem dæmi að amma hans, sem heyrir mjög illa og getur varla átt í samtali við næsta mann því hún heyrir ekkert, fari reglulega til dyra því hún hélt að einhver væri að banka á hurðina, svo mikill var hávaðinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli