fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Bayern burstaði Chelsea – Barcelona kláraði Napoli

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeildinni í kvöld. Barcelona tók á móti Napoli og Bayern Munchen spilaði við Chelsea.

Barcelona 3-1 Napoli

Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Napoli á útivelli í vor og þurftu bæði lið því helst á sigri að halda í leiknum í kvöld. Lionel Messi, leikmaður Barcelona, var ekki bjartsýnn fyrir leikinn eftir síðasta leik liðsins í spænsku deildinni.

Snemma í leiknum náði Clément Lenglet að koma Barcelona yfir með skalla eftir hornspyrnu. Messi náði síðan að auka forystu liðsins eftir með marki sem kom í kjölfar þess að hann sólaði framhjá nánast öllum varnarmönnum Napoli. Á 45. mínútu náði Luis Suarez að skora þriðja mark Barcelona með marki úr víti. Napoli fékk síðan líka víti skömmu seinna og náði Ciro Immobile að minnka muninn fyrir ítalska liðið.

Fleiri urðu mörkin þó ekki og endaði leikurinn því 3-1 fyrir Barcelona sem er nú komið í 8-liða úrslit.

Bayern Munchen 4-1 Chelsea

Fyrri leikur liðanna endaði með 0-3 sigri Bayern Munchen og var því erfiður róður framundan fyrir Chelsea-menn. Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark Bayern snemma í leiknum úr víti og gerði hann róður Chelsea mun þyngri um leið. Ivan Perišić skoraði síðan annað mark Bayern og voru vonir Chelsea um 8-liða úrslit nokkurn veginn úr sögunni. Tammy Abraham náði þó að minnka muninn fyrir Chelsea en það dugði skammt.

Corentin Tolisso skoraði þriðja markið fyrir Bayern um miðjan seinni hálfleik og skömmu fyrir leiklok tókst Lewandowski að skora annað mark sitt í leiknum. Lokaniðurstaðan 4-1 fyrir Bayern sem flýgur áfram í 8-liða úrslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld