fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Valur og Breiðablik í hörkuslag um toppinn

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Valur tók á móti FH og Breiðablik mætti í Árbæinn til Fylkis.

Valur og Breiðablik verma tvö efstu sætin í deildinni og var því ljóst að bæði lið vildu sækja þrjá punkta til að halda sér almennilega í toppbaráttunni.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum kvöldsins:

Valur 3-1 FH

Elín Metta Jensen braut ísinn fyrir Val á 38. mínútu og Hlín Eiríksdóttir jók forystu Vals með marki skömmu síðar. Valur fór því inn í seinni hálfleikinn með tveggja marka forystu.

Þegar 62 mínútur voru liðnar af leiktímanum skoraði Bergdís Fanney Einarsdóttir þriðja mark Valsara og gerði drauma FH-inga um að koma til baka mun fjarlægari. FH gafst þó ekki upp en Madisson Santana Gonzales skoraði fyrsta og eina mark FH á 78. mínútu. Lokaniðurstaðan því 3-1 fyrir Val.

 

Fylkir 0-4 Breiðablik

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki lengi að koma Breiðablik yfir en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Einungis fjórum mínútum seinna bætti Karólína við öðru markinu sínu og kom Breiðablik í 2-0. Á 29. mínútu skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir þriðja mark Blika. Skömmu síðar skoraði Fylkiskonan Katla María Þórðardóttir í sitt eigið mark og var staðan í hálfleik 0-4 fyrir Breiðablik.

Eftir markaveisluna í fyrri hálfleik skoraði þó hvorugt liðanna í seinni hálfleik og endaði leikurinn því 0-4.

Góð þrjú stig fyrir Breiðablik sem heldur toppsætinu en Valur fylgir fast á eftir þeim þar sem einungis 2 stig skilja á milli liðana. Breiðablik á þó leik til góða og gæti bætt muninn í þeim leik.

Það eitt er víst að von er á hörkuslag hjá þessum tveimur liðum um toppsæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Í gær

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina