fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433

Forseti Barcelona: Xavi mun snúa aftur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 10:37

Xavi og Messi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Maria Bartomeu, forseti Barcelona, veit að goðsögnin Xavi mun einn daginn taka við félaginu.

Xavi er reglulega orðaður við starfið en hann er í dag þjálfari Al-Sadd í Katar og hefur gert vel.

Quique Setien er stjóri Barcelona í dag og er Bartomeu ekki að leita að hans arftaka að svo stöddu.

,,Fyrr eða seinna þá mun Xavi taka við Barcelona. Eins og er þá erum við ekki að leita að stjóra,“ sagði Bartomeu.

,,Við stöndum með Quique. Quique Setien mun þjálfa liðið í Meistaradeildinni og í leikjunum tveimur sem eru eftir í deildinni.“

,,Við höfum farið heim til hans og rætt framtíðina og plönin fyrir næstu leiktíð. Hann verður örugglega hérna og ég hef áhuga á að heyra hans skoðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni