fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Heimir súr á svip: ,,Þá varð þetta verra, verra og verra“

Victor Pálsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var súr á svip í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik við ÍA á heimavelli.

ÍA mætti svo sannarlega til leiks á Hlíðarenda og vann að lokum með fjórum mörkum gegn einu.

Valsmenn fengu færi til að skora í leiknum en færanýtingin var einfaldlega ekki nógu góð.

,,Það er þannig í þessum leik að það þarf að vera ákveðin grunnvinna til staðar þegar þú ferð í leik og hún var ekki til staðar,“ sagði Heimir við Stöð 2 Sport.

,,Við gáfum klaufalegt mark í byrjun og réðum illa við fríska menn hjá Skaganum og eftir fyrsta markið varð þetta verra, verra og verra.“

,,Mér fannst við reyna í seinni hálfleik en það var ekki nógu gott. Hins vegar viðurkenni ég það að ég man ekki eftir að hafa stjórnað liði sem fékk eins mikið af góðum möguleikum í einum leik. Þú vinnur hins vegar ekki leik með því að fá á þig fjögur mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þungt högg í maga Tottenham

Þungt högg í maga Tottenham
433Sport
Í gær

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Í gær

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada
433Sport
Í gær

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður