fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Heimir súr á svip: ,,Þá varð þetta verra, verra og verra“

Victor Pálsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var súr á svip í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik við ÍA á heimavelli.

ÍA mætti svo sannarlega til leiks á Hlíðarenda og vann að lokum með fjórum mörkum gegn einu.

Valsmenn fengu færi til að skora í leiknum en færanýtingin var einfaldlega ekki nógu góð.

,,Það er þannig í þessum leik að það þarf að vera ákveðin grunnvinna til staðar þegar þú ferð í leik og hún var ekki til staðar,“ sagði Heimir við Stöð 2 Sport.

,,Við gáfum klaufalegt mark í byrjun og réðum illa við fríska menn hjá Skaganum og eftir fyrsta markið varð þetta verra, verra og verra.“

,,Mér fannst við reyna í seinni hálfleik en það var ekki nógu gott. Hins vegar viðurkenni ég það að ég man ekki eftir að hafa stjórnað liði sem fékk eins mikið af góðum möguleikum í einum leik. Þú vinnur hins vegar ekki leik með því að fá á þig fjögur mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið
433Sport
Í gær

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Í gær

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina