Manchester United vonast til þess að geta selt Marcos Rojo frá félaginu í sumar en tvö félög í Argentínu hafa viljað kaupa hann.
Þessi þrítugi varnarmaður hefur verið til sölu síðustu sumur en ekkert félag hefur viljað kaupa hann.
Rojo var lánaður til Estudiantes í Argentínu í janúar og hefur félagið áhuga á að kaupa hann. Boca Juniors vill svo einnig fá hann.
United vill 12 milljónir punda fyrir Rojo sem kom til United frá Sporting Lisbon árið 2014, þá fyrir 16 milljónir punda.
Rojo hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá United og er til sölu.