fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Botnlaus taprekstur í Grafarvogi: „Gengur ekki upp til lengdar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. maí 2020 08:46

Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Botnlaus taprekstur Fjölnis í Grafarvogi heldur áfram en félagið í heild tapaði 22 milljónum á síðasta ári. Fréttablaðið fjallar um og vitnar í ársskýrslu félagsins.

Fjölnir hefur verið rekið með 53 milljóna króna tapi síðustu þrjú ár. „Rekstur knattspyrnudeildar var áfram þungur og hefur reynst erfitt að tryggja tekjur í rekstur deildarinnar,“ segir meðal annars.

Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir í ársskýrslu félagsins rekstur íþróttafélaga eins og hann er í dag gangi ekki upp. „Við Fjölnismenn höfum rætt opinskátt um það, að núverandi rekstrarform íþróttafélaga gengur ekki upp til lengdar,“ segir Jón Karl.

„Afkoma Fjölnis sýnir kannski stöðuna í hnotskurn og við vitum, að það eru mörg íþróttafélög komin í þrönga stöðu. Sem fyrr er það afreksstarf sem hefur hleypt kostnaði félaga upp. Staðan er einna verst í hópíþróttum, en þó má segja að afreksstarf almennt vegi þungt í rekstri íþróttafélaga,“ segir Jón Karl

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins