fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Utan vallar: Er það sprengjusvæði að ræða málefni kvenna?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. maí 2020 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður sköpuðust um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á mánudag, Mikael Nikulásson sérfræðingur þáttarins tjáði sig þá um heimkomu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur sem gekk í raðir Selfoss á dögunum.

„Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla,“ sagði Mikael sem fékk bágt fyrir.

Meira:
Helgi Seljan og stelpurnar hjóla í Mikael – Ummæli hans um laun Önnu vekja athygli

Taka má undir að Mikael hefði getað orðað hlutina betur en að hálft kvennalandsliðið standi upp og öskri á hann er merki um það hversu langt á eftir kvennaknattspyrnan er eða hvað? Umræða um laun karlmanna í fótbolta er á hverju horni, laun Pálma Rafns Pálmasonar í KR voru á allra vörum þegar hann kom heim árið 2015, svo dæmi sé tekið. Laun knattspyrnumanna úti í heimi eru í öllum blöðum, þeir sagðir þéna of mikið eða of lítið. Eðlileg umræða í knattspyrnu karla en ekki virðist mega gagnrýna það hvort knattspyrnukona þéni of mikið eða of lítið.

Það að laun knattspyrnukvenna séu til umræðu er merki um að íþróttin er á uppleið, fólk hefur skoðun á því að konur í leiknum fá of mikið eða of lítið borgað. Eins og í karlafótboltanum, mikið hefur verið rætt um að leikmenn í íslenskum karlafótbolta fái alltof mikið borgað og enginn hefur orðið reiður.

Ef Anna Björk þénar sama og þeir bestu í Pepsi Max-deild karla, þá er réttlætanlegt að gagnrýna það. 217 áhorfendur voru að meðaltali á leik í Pepsi Max-deild kvenna á síðasta ári, á sama tíma voru 1018 áhorfendur að meðaltali á leik í karlaflokki. Ef deildirnar væru fyrirtæki er augljóst að lið í kvennaflokki á ekki að geta borgað sömu laun og í karlaflokki.

Laun í fótbolta á Íslandi eru alltof há, annað hvert félag rambar á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirunnar og hafa flest allir leikmenn þurft að lækka laun sín verulega. Það hefur ekkert að gera með hvort einstaklingurinn sé karl eða kona.

Ég vona að Mikael geri svo ekki þau mistök að ræða líkamlegt atgervi knattspyrnukvenna eins og hann og félagar hans í Dr. Football gerðu í fyrra þegar rætt var um Harald Björnsson markvörð Stjörnunnar. Hann var of þungur að þeirra mati og rætt var um málið, ef slíkt yrði gert í kvennaflokki væri voðinn vís ef mið má taka á umræðunni sem varð í kringum laun Önnu.

Er það sprengjusvæði að ræða málefni kvenna í knattsyrnu á sama hátt og rætt er um málefni karla í boltanum?

Utan vallar er skoðunarpistill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“