fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
433Sport

Andlegt flak þegar Logi labbaði inn í Vesturbæinn: „Símtöl um að það væri fundur í bankanum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. maí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Ólafsson, fyrrum þjálfari var í frábæru spjalli við Jóhann Skúla í Draumaliðinu þar sem hann gerir upp feril sinn sem hefur verið einstakur. Ekki skal útiloka að Logi þjálfi á nýjan leik.

Logi Ólafsson ræðir um tíma sinn sem þjálfari KR þegar hann tók við liðinu árið 2007. „Ég hef aldrei komið inn í hóp sem var jafn mikið andlegt flak, með fullri virðingu sem hafði verið gert. Þetta small ekki saman, þetta var orðið þannig að menn höfðu ekki trú,“ sagði Logi sem tók við af Teiti Þórðarsyni sem hafði gengið brösulega með KR.

„Þeim leið ekki vel, ég reyndi eftir minni bestu getu að lífga upp á stemminguna og fá upp sjálfstraust. Okkur tókst að halda okkur í deildinni.“

Margir af leikmönnum KR voru að vinna hjá Landsbankanum sem var í eigu Björgólfs-feðga á þessum tíma. Þeir feðgar eru miklir KR-ingar og leikmenn félagsins fengu margir vinnu í bankanum. „Þetta voru uppgangs tímar í þjóðfélaginu, Bjarnólfur Lárusson, Sissi Júll og Gulli Jóns, Grétar Ólafur. Þeir voru allir að vinna í Landsbankanum,“ sagði Logi um tímana.

„Svo var maður að fá símtöl um að það væri fundur í bankanum, að þeir kæmust ekki. Þetta var erfitt. Það voru teknar erfiðar ákvarðanir fyrir 2008 tímabilið,“ sagði Logi þegar hann ræddi þennan tíma.

Logi fór í miklar breytingar um veturinn og úr varð öflugt lið „Við áttum svo gott með að fá til okkar leikmenn, sem vildu verða betri. Trúðu á okkar vegferð, við erum bikarmeistarar 2008 og áttum ekkert sérstakt sumar í deildinni. Svo erum við að fá Gunnar Örn, Jónas Guðni, Baldur Sigurðsson og Guðjón Baldvinsson,“ sagði Logi og sagði að boð um gull og græna skó frá Valsmönnum hafi ekki haft áhrif.

„Við fengum aldrei nei frá neinum leikmanni þrátt fyrir að það væri félag á Hlíðarenda sem vildi borga miklu meiri peninga,“ sagði Logi léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar