fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Frægustu hárblásarar sögunnar: Skór í andlit Beckham og Ronaldo fór að gráta

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United var þekktur fyrir að taka hárblásara á leikmenn stóðu ekki undir væntingum.

Ferguson var frægur fyrir ræður sínar en Patrice Evra, fyrrum bakvörður rifjaði upp um helgina eitt atvik. Eftir leik höfðu leikmenn ekki áhuga á að skrifa áritanir. ,,Hann kom inn í rútuna og las yfir okkur, hann sagði okkur að þetta fólk væri að borga launin okkar. Hann sagði okkur að drulla okkur út,“ sagði Evra en Ferguson hafði skrifað áritanir í 45 mínútur.

Að þessu tilefni hefur Daily Mail rifjað upp frægustu atvikin með Ferguson og ræður hans.

Karatespark og læti:
Einn frægasti leikur enska boltans var þegar Eric Cantona, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace. ,,Ferguson mætti inn og var brjálaður, hann henti jakkanum af sér og bretti upp ermar,“ sagði Lee Sharpe um atvikið.

,,Svo byrjaði hann að lesa yfir mönnum, hann hraunað yfir Pallister og sagði honum að hann kynni ekki að skalla. Drullaði yfir Ince.“

,,Hann sagði mér að amma hans myndi hlaupa hraðar en ég. Hann snéri sér svo að Eric og talaði rólega við hann, sagði honum að þetta væri ekki í boði.“


Ronaldo fór að gráta
17 ára Cristiano Ronaldo vakti ekki lukku strax hjá Manchester United, hann klappaði boltanum mikið og það fór í taugarnar á Ferguson. ,,Hvað heldur þú að þú sért? Spilar þú fyrir sjálfan þig? Þú verður aldrei leikmaður ef þú gerir þetta svona. Ronaldo fór að gráta og leikmenn létu hann vera, þeir töldu að hann yrði að læra,“ sagði Guillem Balague í bók sinni.


Unnu titil en fengu að heyra það
Árið 2007 varð United enskur meistari en fengu verðlaunin eftir 1-0 tap gegn West Ham. Ferguson hafði engan húmor fyrir því. ,,Flest félög fagna inni í klefa, við sátum inni í klefa og vorum eins og skólakrakkar. Við fengum hárblásara,“ sagði Wayne Rooney.

,,Eftir ræðu Ferguson tók það smá tíma að ná áttum og finna gleðina til að fagna titli.“


Skórinn í andlit Beckham:
Eitt frægasta atvikið tengt Ferguson var árið 2003 þegar hann sparkaði skó í andlitið á David Beckham. United hafði fallið úr leik í enska bikarnum gegn Juventus, skórinn hafnaði í andliti Beckham og góður skurður kom á andlit hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið