Enska úrvalsdeildin horfir til fortíðar á þessum fordæmalausu tímum og skoðar gömul afrek.
Í gær var komið að því að rifja upp magnað mark sem Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir Bolton.
Um er að ræða mark sem Grétar Rafn skoraði gegn Stoke árið 2008, magnað mark frá Siglfirðingum.
,,Líkur á að markvörðurinn verji þetta, 0. Óstöðvandi,“ segir á Twitter síðu ensku úrvalsdeildarinnar.
Yfir 300 þúsund notendur hafa horft á þessa upprifjun af snilli Grétars þegar þetta er skrifað.
Chances of the goalkeeper saving this: 0
An unstoppable #GoalOfTheDay pic.twitter.com/FM5cug9yyM
— Premier League (@premierleague) April 18, 2020