fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Fagna endurkomu Kolbeins sem er öruggur á því að mörkin detti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 16:00

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hefur náð heilsu og hefur hafið æfingar að fullum krafti með AIK í Svíþjóð. Framherjinn hefur glímt við meiðsli og veikindi á þessu ári.

Kolbeinn er að hefja sitt annað tímabil með AIK, eftir erfið ár vegna meiðsla komst Kolbeinn á lappir á síðasta ári. Gerðar eru miklar væntingar til íslenska framherjans í árs.

,,Hann byrjaði að æfa í gær að fullum krafti, hann má gera allt á æfingum. Þetta eru góð tíðindi en Kolbeinn hefur haldið sér vel við,“ sagði Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK.

Svíar hafa ekki verið með harðar reglur nú þegar kórónuveiran gengur yfir en leikmenn AIK tóku frí frá æfingum í tvær vikur, áður en þeir fóru aftur af stað. Deildin í Svíþjóð hefst í júní.

,,Hann á að vera kominn á fulla ferð þegar deildin byrjar, hann er verkjalaus í dag.“

Kolbeinn er þess fullviss að hann geti raðað inn mörkum í ár. ,,Síðasta ár var gott fyrir mig, líkaminn fór að venjast því að spila fótbolta aftur. Ef ég er heill heilsu og líður vel, þá er ég 100 prósentöruggur á því að ég geti raðað inn mörkum,“ sagði Kolbeinn við sænska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Í gær

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Í gær

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann