Liverpool reyndi að fá Norðmanninn Martin Odegaard í sínar raðir í fyrra að sögn fyrrum stjóra leikmannsins, Leonid Slutsky.
Slutsky þjálfaði Odegaard hjá Vitesse í Hollandi tímabilið 2018-2019 en hann var þar í láni frá Real Madrid.
Liverpool fylgdist vel með gangi mála hjá leikmanninum að sögn Slutsky en hann samdi svo við Real Sociedad á endanum.
,,Tími hans hjá Vitesse var mjög mikilvægur í þessu öllu saman,“ sagði Slutsky við blaðamenn.
,,Hann varð einn besti leikmaðurinn í Hollandi og var með mörg tilboð á borðinu. Ekki bara frá Real Sociedad heldur frá Ajax og Liverpool.“
,,Það er heiður að hafa verið hluti af þessu ferli Martin sem knattspyrnumaður.“