fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Slakt Tottenham lið úr leik eftir stórt tap – Skoraði fernu á Spáni

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er úr leik í Meistaradeildinni eftir leik við þýska félagið RB Leipzig í kvöld.

Um var að ræða leik í 16-liða úrslitum keppninnar en Tottenham tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.

Það voru tvö mörk í fyrri hálfleik sem gerðu út um Tottenham í kvöld en Marcel Sabitzer gerði þau bæði.

Leipzig gerði svo annað mark undir lok leiksins er varamaðurinn Emil Forsberg skoraði og fóru heimamenn þægilega áfram.

Það liðu 11 mínútur á milli marka Sabitzer í 2-0 sigri en Hugo Lloris hefði mátt gera betur í báðum þeirra.

Atalanta er einnig komið áfram í næstu umferð eftir rosalegan markaleik við Valencia.

Fyrri leiknum lauk með 4-1 sigri Atalanta og hafði liðið einnig betur 4-3 í kvöld þar sem Josip Ilicic gerði fernu.

RB Leipzig 3-0 Tottenham (4-0)
1-0 Marcel Sabitzer(10′)
2-0 Marcel Sabitzer(21′)
3-0 Emil Forsberg(87′)

Valencia 3-4 Atalanta(4-8)
0-1 Josip Ilicic(víti, 3′)
1-1 Kevin Gameiro(21′)
1-2 Josip Ilicic(víti, 43′)
2-2 Kevin Gameiro(51′)
3-2 Ferran Torres(67′)
3-3 Josip Ilicic(70′)
3-4 Josip Ilicic(82′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye