fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Slakt Tottenham lið úr leik eftir stórt tap – Skoraði fernu á Spáni

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er úr leik í Meistaradeildinni eftir leik við þýska félagið RB Leipzig í kvöld.

Um var að ræða leik í 16-liða úrslitum keppninnar en Tottenham tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.

Það voru tvö mörk í fyrri hálfleik sem gerðu út um Tottenham í kvöld en Marcel Sabitzer gerði þau bæði.

Leipzig gerði svo annað mark undir lok leiksins er varamaðurinn Emil Forsberg skoraði og fóru heimamenn þægilega áfram.

Það liðu 11 mínútur á milli marka Sabitzer í 2-0 sigri en Hugo Lloris hefði mátt gera betur í báðum þeirra.

Atalanta er einnig komið áfram í næstu umferð eftir rosalegan markaleik við Valencia.

Fyrri leiknum lauk með 4-1 sigri Atalanta og hafði liðið einnig betur 4-3 í kvöld þar sem Josip Ilicic gerði fernu.

RB Leipzig 3-0 Tottenham (4-0)
1-0 Marcel Sabitzer(10′)
2-0 Marcel Sabitzer(21′)
3-0 Emil Forsberg(87′)

Valencia 3-4 Atalanta(4-8)
0-1 Josip Ilicic(víti, 3′)
1-1 Kevin Gameiro(21′)
1-2 Josip Ilicic(víti, 43′)
2-2 Kevin Gameiro(51′)
3-2 Ferran Torres(67′)
3-3 Josip Ilicic(70′)
3-4 Josip Ilicic(82′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad