fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
433Sport

Stefán Teitur valinn í landsliðið í fyrsta sinn – Tekur pláss Emils

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 22:29

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Teitur Þórðarson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.

Þetta kom fram í tilkynningu KSÍ í kvöld en Stefán tekur pláss Emils Hallfreðssonar sem getur ekki tekið þátt.

Ísland spilar við El Salvador og Kanada í janúar og fær þessi 21 árs gamli leikmaður tækifæri á að sanna sig.

Stefán spilaði 20 leiki með ÍA í Pepsi-deildinni í sumar og fór á reynslu til Aalesund á síðasta ári.

Tilkynning KSÍ:

Stefán Teitur Þórðarson hefur verið bætt við hóp A landsliðs karla sem mætir El Salvador og Kanada í janúar.

Hann kemur inn í hópinn í stað Emils Hallfreðssonar sem getur ekki tekið þátt í verkefninu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Stefán Teitur er valinn í hóp hjá A landsliði karla, en hann hefur leikið 12 leiki með U21 ára landslið karla og skorað í þeim eitt mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Milljón dollara andlitið segir Ólaf vonlausan þjálfara: „Hann er nú bara í myndlíkingarmáli“

Milljón dollara andlitið segir Ólaf vonlausan þjálfara: „Hann er nú bara í myndlíkingarmáli“
433Sport
Í gær

Er mættur til vinnu – Vonuðust eftir því að veikburða sonur hans fengi kórónuveiruna

Er mættur til vinnu – Vonuðust eftir því að veikburða sonur hans fengi kórónuveiruna
433Sport
Í gær

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Í gær

París heillar Pogba

París heillar Pogba
433Sport
Í gær

Þurfa að endurgreiða 56 milljarða – Hluti af upphæðinni fer til Íslands

Þurfa að endurgreiða 56 milljarða – Hluti af upphæðinni fer til Íslands
433Sport
Í gær

Son segir frá því hvernig það var að vera hermaður – Tíu saman í litlu herbergi

Son segir frá því hvernig það var að vera hermaður – Tíu saman í litlu herbergi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mun Liverpool stökkva á tilboðið eða kemur einhver og stelur honum?

Mun Liverpool stökkva á tilboðið eða kemur einhver og stelur honum?