fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar ómyrkur í máli: ,,Við vitum upp á okkur skömmina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var að vonum hundfúll í kvöld eftir leik við Albaníu.

Ísland tapaði 4-2 í Albaníu í undankeppni EM en strákarnir hafa margoft spilað betur og voru ekki sannfærandi.

Aron ræddi við okkur eftir leikinn í kvöld og var að vonum gríðarlega súr með spilamennskuna.

,,Þetta var lélegt. Það er svo einfalt. Við komumst tvisvar aftur inn í leikinn og eyddum miklu púðri í það,“ sagði Aron.

,,Svo fannst mér við vera of ákafir. Þetta var eins og box bardagi, við vorum of djarfir og sóttum of mikið og þeir tóku okkur. Þetta var slakt.“

,,Samt sem áður, miðað við hversu slakir við vorum í dag þá komum við til baka og sýndum karakter en það var ekki nóg. Það segir sig sjálft að ef þú færð á þig fjögur mörk á útivelli þá vinnurðu ekki leikinn.“

,,Þetta er úr karakter og við tölum um það fyrir leikinn að við ætluðum að mæta þeim á fullu, á tánum en við vorum algjörlega á hælunum.“

,,Við vissum alveg hverju við værum að fara að mæta. Þetta kom okkur ekkert á óvart. Við vorum bara lélegir.“

,,Ef þú færð á þig fjögur mörk þá vinnurðu ekki mikilvægan leik á útivelli gegn Albaníu. Þú ert ekki að fara að gera neitt í þessum leik.“

,,Þetta er enn í okkar höndum sem er það fyndna og kannski góða við það en það verður gífurlega erfiður leikur næst gegn Frökkum.“

,,Ég var að koma beint til ykkar en það er ekki verið að segja mikið inn í klefa eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt. Við vitum upp á okkur skömmina og megum ekki láta þetta koma fyrir aftur.“

,,Þetta verður erfitt en við þurfum að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins