fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar ómyrkur í máli: ,,Við vitum upp á okkur skömmina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var að vonum hundfúll í kvöld eftir leik við Albaníu.

Ísland tapaði 4-2 í Albaníu í undankeppni EM en strákarnir hafa margoft spilað betur og voru ekki sannfærandi.

Aron ræddi við okkur eftir leikinn í kvöld og var að vonum gríðarlega súr með spilamennskuna.

,,Þetta var lélegt. Það er svo einfalt. Við komumst tvisvar aftur inn í leikinn og eyddum miklu púðri í það,“ sagði Aron.

,,Svo fannst mér við vera of ákafir. Þetta var eins og box bardagi, við vorum of djarfir og sóttum of mikið og þeir tóku okkur. Þetta var slakt.“

,,Samt sem áður, miðað við hversu slakir við vorum í dag þá komum við til baka og sýndum karakter en það var ekki nóg. Það segir sig sjálft að ef þú færð á þig fjögur mörk á útivelli þá vinnurðu ekki leikinn.“

,,Þetta er úr karakter og við tölum um það fyrir leikinn að við ætluðum að mæta þeim á fullu, á tánum en við vorum algjörlega á hælunum.“

,,Við vissum alveg hverju við værum að fara að mæta. Þetta kom okkur ekkert á óvart. Við vorum bara lélegir.“

,,Ef þú færð á þig fjögur mörk þá vinnurðu ekki mikilvægan leik á útivelli gegn Albaníu. Þú ert ekki að fara að gera neitt í þessum leik.“

,,Þetta er enn í okkar höndum sem er það fyndna og kannski góða við það en það verður gífurlega erfiður leikur næst gegn Frökkum.“

,,Ég var að koma beint til ykkar en það er ekki verið að segja mikið inn í klefa eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt. Við vitum upp á okkur skömmina og megum ekki láta þetta koma fyrir aftur.“

,,Þetta verður erfitt en við þurfum að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum