fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Fullyrt að Stefán hafi ætlað að lemja Helga í sturtunni: „Það þurfti 2-3 á milli til að stoppa slagsmál“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Dr. Football hefur vakið verðskuldaða athygli en í þættinum er farið yfir fótboltann, þátturinn gefur sig út fyrir að fara í tæklingarnar sem aðrir þora ekki í.

Í þætti dagsins kom Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins með sögu úr búningsklefa Fylkis. Atvikið á að hafa átt sér stað á sunnudag. Stefán Logi Magnússon, markvörður liðsins er sagður hafa ætlað að lemja Helga Sigurðsson, þjálfara.

,,Ég er með fréttir sem ég var að heyra, það fer ekkert framhjá okkur hérna. Mér skilst að það hafi verið læti eftir leikinn í Kaplakrika, FH vann 2-1 eftir að hafa verið undir,“ sagði Mikael í Dr Football í dag.

Þá sagði Mikael að Helgi hefði gagnrýnt Stefán fyrir mark sem hann fékk á sig í tapinu.

,,Helgi Sigurðsson var ekki sáttur við markvörðinn sinn, Stefán Loga í fyrsta markinu. Ég kíkti á þetta mark aftur, ég skil Helga að hafa verið pirraðan. Hann átti að verja þetta, Helgi var eitthvað að skjóta á hann og skamma hann inni í klefa. Stefán Logi ákvað að svara fyrir sig, varð æstur. Mjög æstur út í Helga, síðan er komið inn í sturtu og átti að róa málin. Þá fer allt á annan endann, Stefán Logi ætlaði hreinlega að ráðast á Helga.“

Mikael sagði að það hefði þurfti nokkra á milli til þess að Stefán Logi myndi ekki lemja Helga.

,,Það þurfti 2-3 Fylkismenn á milli til að stoppa hreinlega slagsmál, á milli þjálfarans og markvarðarins. Það þurfti menn á milli. Menn voru heitir, Stefán Logi hefur ekki verið sáttur við þessa gagnrýni, það hefur átt að svara með hnefum. Helgi er þjálfarinn og þetta er markvörðurinn, það verður gaman að sjá hvort Stefán Logi spilar næstu leiki. Hvort þetta hafi áhrif á hópinn.“

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins sagði ekki möguleika á að Stefán spili eftir svona atvik. ,,Það er ekki möguleiki að hann spili eftir svona, þeir eiga Kristófer Leví.“

Stefán Logi var hættur í fótbolta en Fylkir fékk hann til liðsins vegna meiðsla í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Í gær

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti