fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Manchester United með óbragð í munni eftir kynþáttaníðið í garð Pogba

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Manchester United heimsótti Wolves. Það vantaði ekki fjörið á Molineaux en United tók forystuna í fyrri hálfleik með góðu marki Anthony Martial.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá jafnaði Ruben Neves metin fyrir Wolves með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Stuttu seinna fékk United vítaspyrnu og steig Paul Pogba á punktinn – hann fiskaði spyrnuna sjálfur.

Rui Patricio sá hins vegar við Pogba á punktinum en spyrna franska landsliðsmannsins var slök. Það var fjör á síðustu mínútum leiksins en fleiri voru mörkin ekki og lokastaðan, 1-1.

Pogba hefur verið teiknaður upp sem skúrkur en hann hefur fengið mörg ógeðsleg skilaboð á netinu. Mirror fjallar um málið en um er að gróft kynþáttaníð, N-orðið er mikið notað.

Manchester United hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. ,,Manchester United er með óbragð í munni vegna kynþáttaníðs í garð Paul Pogba,“ segir meðal annars.

,,Þeir einstaklingar sem létu þessi orð út úr sér, fara ekki eftir gildum okkar frábæra félags.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“