Vincent Kompany, fyrrum leikmaður Manchester City, er spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu í dag.
Anderlecht hefur byrjað illa undir stjórn Kompany en liðið hefur tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli.
Marc Degryse, fyrrum leikmaður Anderlecht, hefur látið Kompany heyra það og segir að hann sé ekki að einbeita sér nógu mikið að verkefninu.
,,Kompany er bara mannlegur, fyrir utan það að vera góður fótboltamaður. Það er eins og hann haldi að hann sé Guð,“ sagði Degryse.
,,Í landsleikjahlénu þá er það venjan að lið taki tvær vikur og æfi vel en Kompany spilar með landsliðinu gegn San Marino og Skotlandi – áður en hann spilar kveðjuleik fyrir Manchester City.“
,,Sumir vilja vera mjög uppteknir en þú mátt ekki vera of upptekinn. Kompany ætti að hugsa þetta. Þú getur bara gert ákveðið mikið.“