Lið Kórdrengja stóð fyrir frábærri og fallegri söfnun fyrr í sumar fyrir Fanneyju Eiriksdóttur sem lést í júlí eftir baráttu við krabbamein.
Fanney var gengin 20 vikur á leið með annað barn sitt, þegar hún fékk þá niðurstöðu að hún væri með krabbamein
Kórdrengirnir leika í 3.deildinni á Íslandi en liðið er á toppi deildarinnar og mun líklega spila í 2.deildinni næsta sumar.
Kórdrengir söfnuðu 690 þúsund krónum fyrir Fanneyju sem greindist með leghálskrabbamein.
Í dag afhentu Kórdrengir systur hennar, Gyðu Eiríksdóttur peninginn eins og kom fram í Facebook-færslu félagsins.
Peningurinn mun renna til barna Fanneyjar.