fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Plús og mínus: Þetta er búið spil – Valsmenn í neðsta sæti deildarinnar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla er nú lokið en Íslandsmeistarar Vals heimsóttu þá Stjörnuna í Garðabæ.

Leikurinn var engin frábær skemmtun en honum lauk með 2-1 sigri Stjörnunnar. Sigurmarkið kom í blálokin er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrir þá bláu.

Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val en þeir Þorri Geir Rúnarsson og Guðmundur tryggðu Garðbæingum sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Hannes Þór Halldórsson var flottur annan leikinn í röð fyrir Val. Hann veit það vel að það er landsliðsverkefni á dagskrá og ætlar að halda sínu sæti.

Það eru ekki öll lið sem geta höndlað vélina sem Guðjón Baldvinsson er. Gaui átti fínan leik í kvöld en Valsmenn vissu hversu hættulegur hann getur verið. Var oftast rifinn eða bara tekinn niður er hann komst á skrið. Sniðugt hjá þeim rauðu.

Ólafur Karl Finsen er afar skemmtilegur leikmaður og fær hrós fyrir markið sem hann skoraði í dag. Gafst ekki upp eftir mistök í vörn Stjörnunnar og það skilaði sér.

Skiptingar Stjörnunnar gengu upp eins og í sögu í dag. Guðmundur Steinn og Sölvi Snær komu inn og skiluðu sigurmarki.

Stjarnan vildi sigurinn bara meira að lokum. Það er vel hægt að segja að þetta hafi verið verðskuldað.

Mínus:

Þetta eiga að vera tvö af bestu liðum deildarinnar. Það vantaði töluverð gæði í spilamennskuna í kvöld. Hugmyndin var oftast rétt en framkvæmdin var slök.

Þorvaldur Árnason dæmdi þennan leik en hans frammistaða var ekki upp á tíu. Leyfði leiknum lítið að ganga og það var mikið um stopp.

Bjarni Ólafur Eiríksson þurfti að fara af velli á 59. mínútu vegna meiðsla. Það eru slæm tíðindi fyrir Valsmenn.

Valsmenn fengu nokkrar aukaspyrnur í dag á mjög góðum stað. Þessar spyrnur voru oft svo ótrúlega slakar. Vindurinn hjálpaði ekki en þetta eru margir atvinnumenn, eiga að gera betur.

Martin Rauschenberg gaf Val fyrsta mark leiksins. Átti ömurlegan skalla til baka í átt að Haraldi í markinu sem rann í kjölfarið og skoraði Ólafur Karl Finsen auðveldlega.

Þetta er búið spil. Valsmenn þurfa að breyta einhverju og það strax. Liðið er í fallsæti eftir sjö umferðir. Þið heyrðuð það rétt, Valsmenn eru í NEÐSTA sæti deildarinnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi