fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus úr stórleiknum: Fóru að grenja með hangandi haus

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 21:08

Kristinn þegar hann gekk í raðir Vals árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tapaði sjötta leik sínum í sumar er liðið mætti KR í Pepsi Max-deild karla en níunda umferð fór fram.
Eftir að hafa komist í 2-0 þá töpuðu Valsmenn þeirri forystu niður og vann KR að lokum 3-2 sigur á Meistaravöllum.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Þvílík endurkoma hjá KR-ingum. Eftir seinna mark Valsmanna þá tóku þeir svarthvítu öll völd á vellinum og komust raun bara verðskuldað yfir.
Valsmenn sýndu brot af því besta sem liðið hefur upp á að bjóða og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Voru hættulegir og ógnuðu.
Kristinn Freyr Sigurðsson var frábær fyrir Valsmenn í kvöld og spilaði stórt hlutverk. Gott ef hann er að komast í gang.
Á sama tíma var baráttuandi KR-ingar stórkostlegur. Það var enginn að hengja haus eftir seinna mark gestanna. Hristu þetta af sér og svöruðu á magnaðan hátt.
Markið sem Pablo Punyed skoraði til að tryggja KR sigur var magnað. Smellhitti boltann beint úr aukaspyrnu, sláin inn.
Mínus:
Haukur Páll Sigurðsson fór útaf meiddur hjá Val á 25. mínútu leiksins. Það var blóðtaka fyrir liðið.
Sigurður Egill Lárusson fór af velli á 55. mínútu leiksins hjá Val. Staðan var þá 0-2 en á sjö mínútum þá tókst KR-ingum að jafna. Tilviljun?
Ef vandræði Vals hafa einhvern tímann verið augljós þá er það í kvöld. Að tapa þessu niður er auðvitað hræðilegt eftir að hafa byrjað báða hálfleikana af krafti með mörkum.
Það eru níu leikir búnir af mótinu. Valur er í 9. sæti deildarinnar með SJÖ stig. Tveimur stigum frá fallsæti. Það er ekki hægt. 
Eftir hvert einasta mark KR þá versnuðu Valsarar bara. Það var ekki tekið: ‘Ókei rífum okkur í gang’ – það var bara nánast farið að grenja og hausinn var langt niðri. Reyndu aðeins í blálokin en það var alltof seint.
Valur er búið að tapa sex leikjum í sumar. Það er meira en öll önnur lið. Algjörlega sturlað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld