fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
433Sport

Þjálfari Tyrklands barnalegur eftir leik: ,,Ég reyndi að taka í höndina á honum en hann neitaði því“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsso byrjaði hjá íslenska landsliðinu í gær er liðið vann 2-1 sigur á Tyrkjum.

Jón hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði en kom sterkur inn í liðið í gær og stóð sig með prýði.

,,Það er ógeðslega langt síðan ég spilaði síðast, það var í febrúar. Maður saknaði þess að snerta fótbolta og vera á grasinu,“ sagði Jón Daði.

,,Maður rennur svolítið á adrenalínu og stemningunni á tíðum. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en hefði getað þjösnast í gegnum 90.“

,,Það er æðislegt að fá sigur og sex stig úr þessum leikjum.“

,,Mér hefur gengið vel á æfingum og fitnessið er tip top þannig séð. Ég fór á Selfoss um leið og tímabilinu lauk og æfði þar með Gunnari Borgþórssyni. Maður verður að gefa honum shout out og þakka honum fyrir.“

Þjálfari tyrknenska landsliðsins neitaði að taka í höndina á Jóni Daða eftir leikinn. Jón greindi frá þessu er hann var spurður út í það hvort hann hefði fengið hatursskilaboð á samskiptamiðlum eftir vesen í kringum tyrknenska liðið í gær.

,,Ég fékk helling af þessu. Ég nennti ekki að horfa á þetta eða skoða þetta. Mér finnst þeir gera alltof mikið úr þessu og svo var þessi maður ekki einu sinni Íslendingur með þennan blessaða bursta. Ég reyndi að taka í höndina á þjálfaranum en hann neitaði því eftir leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ný hárgreiðsla Ronaldo fær slæma dóma: „Samþykkt?“

Ný hárgreiðsla Ronaldo fær slæma dóma: „Samþykkt?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eru þessar fimm stjörnur til sölu hjá United í sumar?

Eru þessar fimm stjörnur til sölu hjá United í sumar?
433Sport
Í gær

Ballið búið í Þýskalandi eftir toppslaginn

Ballið búið í Þýskalandi eftir toppslaginn
433Sport
Í gær

Ánægður með að enginn hafi mætt með bumbu til baka

Ánægður með að enginn hafi mætt með bumbu til baka
433Sport
Í gær

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð? – Fer skærasta stjarnan?

Verður þetta byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð? – Fer skærasta stjarnan?
433Sport
Í gær

Þetta hefur þjóðin að segja um lekamál dagsins: „ Es geht nicht ins internet“

Þetta hefur þjóðin að segja um lekamál dagsins: „ Es geht nicht ins internet“
433Sport
Í gær

Puma staðfestir stóran samning við KSÍ

Puma staðfestir stóran samning við KSÍ
433Sport
Fyrir 2 dögum

United gefur eftir 22 milljónir sem félagið átti inni

United gefur eftir 22 milljónir sem félagið átti inni