fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus: Stór hluti þjóðarinnar vildi reka Hamren sem brosir nú

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld er við spiluðum við Tyrki í undankeppni EM.

Ísland þurfti í raun á sigri að halda í leik kvöldsins til að minnka bilið í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins. Ísland mætti sterkt til leiks á Laugardalsvelli og var staðan fljótt orðin 2-0 fyrir strákunum.

Ragnar Sigurðsson gerði bæði mörk Íslands eftir fast leikatriði með stuttu millibili og staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins minnkuðu Tyrkir svo muninn með skalla eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi 2-1.

Það var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik þar sem engin mörk voru skoruð og lokatölur 2-1 fyrir okkar mönnum. Ísland er nú með jafn mörg stig og Frakkar og Tyrkir en með verri markatölu í þriðja sæti riðilsins

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús

Það er magnað hversu góðu Ragnar Sigurðsson er að þefa upp marktækifæri á fjærstöngina, Sykurinn kann þetta betur en nokkur.

Jón Daði Böðvarsson gefur íslenska landsliðinu ótrúlega mikið í þessu formi, hann opnar svæði, heldur bolta og allt það sem íslenska landsliðið vill frá fremsta manni. Hann gerir okkar bestu menn svo betri með sinni skítavinnu.

Það er mjög jákvætt fyrir Erik Hamren að sjá að Hjörtur Hermansson er meira en klár í að taka stöðu hægri bakvarðar, mun bara verða betri í þeirri stöðu.

Íslenskir áhorfendur eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu í kvöld, hjálpuðu liðinu yfir línuna.

Birkir Bjarnason átti sinn besta landsleik í tæp tvö ár, íslenska liðið þarf á Birki að halda í svona gír. Vonandi fær hann tækifæri hjá Aston Villa eða finnur sér nýtt lið, við þurfum á því að halda.

Það er galið ef Kári Árnason ætlar að koma heim í Pepsi Max-deildina, hann þarf að taka ár til viðbótar úti. Ef Ísland fer á EM 2020, þá verður Kári að vera í toppformi.

Sigurinn er sætur fyrir Erik Hamren, stór hluti íslensku þjóðarinnar vildi í raun reka hann í haust. Hamren hefur staðist öll raunhæf próf í undankeppni EM, sá sænski gefur ekkert eftir og brosir sínu breiðasta.

Staða Íslands er góð eftir fjóra leiki, liðið hefur níu stig líkt og Tyrkir og Frakkar. Haustið verður afar spennandi.

Mínus:

Það er óþarfi að leyfa Tyrkjum að skora úr föstu leikatriði, maður á fjærstöng í þessu tilfelli hefði bara sparkað boltanum í burtu.

Það er slæmt að geta ekki spilað við Tyrki í hverjum leik, við elskum að pakka þeim saman. Fjórði sigurinn í fimm leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baldur til nýliðanna

Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Í gær

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega

United fór í sendiferð til Frakklands – Skoða tvo mjög efnilega
433Sport
Í gær

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn