fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
433Sport

Hafa lengi verið bestu vinir en mætast nú í leik sem skiptir öllu máli

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derby County tryggði sér farseðilinn á Wembley í kvöld er liðið vann 4-2 sigur á Leeds á Elland Road.

Um var að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í efstu deild.

Leeds vann fyrri leikinn 1-0 á Pride Park en Derby vann svo frábæran 4-2 útisigur í kvöld og fer í úrslit.

Þar mun liðið spila við Aston Villa en Villa sló West Bromwich Albion úr leik í gær.

Úrslitaleikurinn er sérstakur fyrir stuðningsmenn Chelsea en þar mætast tvær goðsagnir félagsins.

Frank Lampard er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea í úrvalsdeildinni og er stjóri Derby.

John Terry er þá hjá Aston Villa en hann er í guðatölu á Stamford Bridge og var lengi fyrirliði liðsins.

Það sem er kannski enn áhugaverðara er að þessir tveir eru bestu vinir og hafa verið í mörg ár. Sú vinátta verður sett til hliðar í þessum risastóra leik.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Blóðslettur á treyjunni vekja mikla athygli

Blóðslettur á treyjunni vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli

Lögreglan gefur grænt ljós á heimaleiki en stórleikir eiga að fara á hlutlausa velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum

Móðir Neymar hoppar aftur upp í rúm með unga drengnum