fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Hvað gerir Gary? – Gætu Stjarnan og Valur skipt á framherjum?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í dag.

Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á morgun, það þarf því að hafa hraðar hendur svo Gary finni sér nýtt félag. Sterkur orðrómur er í gangi um að Valur hafi áhuga á að skipta á framherja við Stjörnuna.

Sagt er að Valur vilji fá Guðmund Stein Hafsteinsson, hann ólst upp í Val. Valur horfir til þess að Guðmundur er góður í að halda bolta, óvíst er hvort Stjarnan sé til í þennan kapal.

Fótbolti.net segir svo að KA og ÍA séu einnig að skoða það að fá Gary en ekki eru líkur á að KR eða FH sýni honum neinn áhuga samkvæmt heimildum 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wilshere á að snúa gengi Luton við

Wilshere á að snúa gengi Luton við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Færast nær því að losa sig við Lewandowski

Færast nær því að losa sig við Lewandowski
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn