fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Gucci trefillinn sem er ekki ekta: ,,Þetta er ekki í boði!“

433
Mánudaginn 13. maí 2019 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær þegar Fylkir náði í stig á Meistaravöllum gegn KR.

Á föstudag unnu Blikar góðan sigur á Víkingum, á sama tíma vann FH öflugan sigur á KA.

Stjarnan lagði HK á heimavelli. Á laugardag gerðu ÍBV og Grindavík 2-2 jafntefli.

Krísan á Hlíðarenda heldur áfram en liðið tapaði gegn ÍA á laugardagsvöldið.

Sóknin gerir upp þessa 3. umferð hér að neðan en þátturinn er í boði Pepsi Max. Gestur þáttarins er Hrafn Norðdahl.

Það var slegið á létta strengi í þætti dagsins og var trefill Helga Sigurðssonar aðeins ræddur.

Helgi var með fallegan trefil á hliðarlínunni í gær en sagan segir að þetta sá rándýr Gucci trefill.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, hefur þó heyrt annað og að þessi trefill hafi verið keyptur á götumarkaði í Tyrklandi.

Það er að sjálfsögðu ekkert að því en sagan sem Hörður segir var ansi skemmtileg í þætti dagsins.

,,Það sem vakti mesta athygli í þessum leik var Gucci trefillinn sem Helgi Sig er að skarta í upphafi móts. Þetta er svakalegur trefill!“ sagði Hörður.

,,Ég veit ekki hvort hann eigi heima í Pepsi Max-deildinni en það er önnur saga. Ég fékk sent í gær að Helgi væri að ganga með fake Gucci trefil!“

,,Það er harður Fylkismaður sem sagði mér það og þessi trefill hefur verið keyptur á götumarkaði í Tyrklandi, að þetta væri ekki ekta.“

,,Helgi! Rífðu þig í gang þetta er ekki í boði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi