Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:
Fyrsti sigur Erik Hamren með íslenska landsliðið er í hús, liðið vann 0-2 sigur á Andorra í kvöld. Um var að ræða fyrstu umferð í undankeppni EM. Sigurinn því sögulegur fyrir Hamren, í níundu tilraun tókst að klára leik.
Íslenska landsliðið hafði ekki unnið leik á alþjóðlegum leikdegi í meira en ár. Sigurinn er því afar ljúfur.
Leikurinn fór fram á fremur lélegu gervigrasi í Andorra og það hafði áhrif á spilamennsku liðsins, gestirnir nýttu hvert tækifæri í að tefja og sparka í leikmenn Íslands.
Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark leiksins í fyrri hálfleik, eftir hornspyrnu kom Ragnar Sigurðsson boltanum á Birki sem kláraði vel. Viðar Örn Kjaratnsson bætti svo við öðru markinu.
Einkunnir eru hér að neðan.
Hannes Þór Halldórsson 6
Það litla sem Hannes átti að gera, gerði hann mjög vel
Birkir Már Sævarsson 6
Fínasti leikur þegar hann náði þeim merka áfanga að verða næst landsleikjahæsti leikmaður ÍSlands.
Kári Árnason 7
Vann þau einvígi sem hann fór í, kröftugur og var til í slaginn við grófa leikmenn Andorra.
Ragnar Sigurðsson 7 – Maður leiksins
Varðist vel, fór vel upp með boltann úr vörninni og átti stoðsendinguna í markinu sem Birkir Bjarnason skoraði. Flottur landsleikur.
Ari Freyr Skúlason 7
Kom inn í liðið með krafti, var til í hvert einvígi og átti nokkrar fínar fyrirgafjir.
Aron Einar Gunnarsson (´62) 7
Stjórnaði leikmönnum liðsins eins og hann gerir best, sást á köflum að hann þorði ekki alveg 100 prósent í allt á gervigrasi. Það er hins vegar afar eðlilegt.
Birkir Bjarnason 7
Tók markið sitt vel, lúrði vel á fjærstöng. Var svo í fínu standi á miðsvæðinu.
Jóhann Berg Guðmundsson (´83) 7
Var ógnandi í leiknum, tengdi vel við Gylfa og var nálægt því að skora.
Gylfi Þór Sigurðsson 7
Gylfi var alltaf líklegur, fór vel með boltann og reyndi að búa til hluti.
Arnór Sigurðsson (´5)
Með fínustu snertingar og fór vel með boltann, harkan í leiknum virtist hins vegar draga allan kraft úr honum.
Alfreð Finnbogason (´68) 6
Fékk fín færi til að skora snemma leiks en það fór að draga af honum þegar leið á leikinn.
Varamenn:
Rúnar Már Sigurjónsson (´62) 6
Kom inn af krafti á miðsvæðið, átti skilið stóra rullu í kvöld eftir frammistöðuna síðasta haust.
Viðar Örn Kjartansson (´68) 7
Viðar Örn kláraði færið sitt a sturlaðan hátt, þaggaði niður í fólki.