fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433

Getur varla notað einn besta leikmann liðsins: ,,Ég er sorgmæddur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. desember 2019 21:20

Thomas Tuchel hefur áður verið stjóri PSG / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, er leiður því hann getur varla notað framherjann Edinson Cavani.

Cavani hefur aðeins byrjað fjóra deildarleiki á þessu tímabili en hann er ekki efstur á blaði hjá Tuchel.

,,Ef við spilum 4-3-3 þá erum við með þrjá magnaða leikmenn í fremstu stöðunum, hann, Mauro Icardi og Kyliam Mbappe,“ sagði Tuchel.

,,Ég er sorgmæddur því við erum ekki með lausn til að koma honum í liðið þessa stundina.“

,,Hann á það ekki skilið, hann er mikill atvinnumaður. Hann hagar sér vel í búningsklefanum og gefur liðinu góða orku.“

,,Eins og staðan er þá get ég hins vegar ekki gefið honum margar mínútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool