fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Liverpool skoraði fimm á Anfield – Everton í fallsæti

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool 5-2 Everton
1-0 Divock Origi(6′)
2-0 Xherdan Shaqiri(17′)
2-1 Michael Keane(21′)
3-1 Divock Origi(31′)
4-1 Sadio Mane(45′)
4-2 Richarlison(45′)
5-2 Georginio Wijnaldum(89′)

Síðasti leikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var nú að klárast en viðureign Liverpool og Everton fór fram.

Stjörnurnar Roberto Firmino og Mo Salah voru á bekknum hjá Liverpool í kvöld og fengu hvíld.

Divock Origi nýtti tækifærið í kvöld og kom Liverpool yfir eftir aðeins sjö mínútur en Sadio Mane lagði upp.

Mane lagði upp annað mark stuttu síðar en þá komst Xherdan Shaqiri á blað – hann fékk einnig tækifæri í kvöld.

Fjórum mínútum síðar minnkaði Michael Keane muninn fyrir Everton áður en Origi bætti við sínu öðru marki eftir frábæra sendingu Dejan Lovren.

Mane komst loksins sjálfur á blað undir lok fyrri hálfleiks og kom Liverpool í 4-1. Richarlison skoraði svo annað mark Everton örfáum mínútum seinna.

Aðeins eitt mark var svo skorað í seinni hálfleik en það gerði Georginio Wijnaldum fyrir Liverpool undir lokin og 5-2 sigur heimamanna staðreynd.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppnum eftir sigurinn en Leicester er í öðru sætinu.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton sem er í fallsæti eftir þessi úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona