,,Hann sat í kvöld algjörlega óáreittur á The Drunk Rabbit Irish Pub með konunni sinni og hlustaði á mig spila á gítar og syngja eftir 4-0 sigurinn í kvöld. (Ég varð að áreita hann) þetta er Roy Keane,“ svona hefst pistill sem Gísli Guðmundsson skrifar í stuðningsmannahóp Manchester United, í dag.
Keane er goðsögn í fótboltanum, hann var lengi vel fyrirliði Manchester United og er umdeildur. Hann er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni og fékk sér einn öl á írska barnum,.
Gísli kveðst hafa nálgast Keane eftir að hafa spilað fyrir hann nokkur lög og spjallaði við hann, svona lýsir hann samskiptum þeirra.
,,Ég auðvitað nálgaðist hann og spurði. “ sorry but I have to ask.
Are you Roy Keane?
Svar: do I look like him? Yes.
Do I sound like him? Yes.
Then I am him 🤣
Ég varð auðvitað að biðja um mynd.
Svar: absoloutly not!.“
Gísli er svekktur að hafa ekki fengið mynd með Keane en þegar Keane segir nei, þá er lítið hægt að gera. ,,Ég hefði verið ákafari um myndina en sá að hann var um það bil að fara að myrða sálina mína með augunum sínum. Það var augljóst að hann vildi frið og hann fékk hann svo sannarlega.
,,Ég fékk að hrista spaðan á Roy og spila nokkur falleg lög fyrir hann og konu í klukkutíma. Veit ekki hvort hann sé farinn eða er ennþá á landinu, en það er mögulegur séns á að hitta þennan magnaða karakter.“