Laugardagur 18.janúar 2020
433Sport

Liverpool gefur fótbolta áritaðan af leikmönnum liðsins á uppboð til styrktar Aroni Sigurvinssyni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er lenti Aron í alvarlegu bílslysi um verslunarmannahelgina. Hann barðist fyrir lífi sínu fyrstu dagana og hefur síðan gengist undir margar aðgerðir og erfiða endurhæfingu. Hann tví hálsbrotnaði í slysinu og hlaut mikla innvortis áverka. Í einni af rannsóknunum vegna hálsbrotsins kom óvnæt í ljós að hann var með krabbamein í hálsi. Glíman við krabbameinið bætist þannig við endurhæfingu Arons eftir bílslysið.

Á fundi fulltrúa Liverpool skólans á Íslandi með yfirmönnum Liverpool International Academi í höfðustöðvum Liverpool á dögunum, vaknaði sú hugmynd að bjóða upp bolta áritaðann af Liverpool liðinu til styrktar Aroni, en hann er harður stuðningsmaður Liverpool og hefur tvívegis verið aðstoðarþjálfari í Liverpool skólanum á Íslandi.

Samstarf Liverpool og Aftureldingar síðustu 9 ár hefur verið einstaklega farsælt og var það auðsótt mál þegar Afturelding óskaði eftir framlagi frá Liverpool til að geta stutt við Aron og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Aron lék með yngri flokkum Aftureldingar og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins fyrir nokkrum árum.

Uppboðið á fótboltanum fer fram á www.fotbolti.net og stendur til miðvikudagsins 18. Desember kl 21:00

Hægt er að bjóða í boltann með því að senda inn boð á fotbolti@fotbolti.net

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Þór meiddur og ekki með um helgina

Gylfi Þór meiddur og ekki með um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sky fullyrðir að Bruno Fernandes verði leikmaður United

Sky fullyrðir að Bruno Fernandes verði leikmaður United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var það of erfitt fyrir Anton að keppa við Gunnleif? – „Anton hefur verið eins og taugahrúga“

Var það of erfitt fyrir Anton að keppa við Gunnleif? – „Anton hefur verið eins og taugahrúga“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bálreiður Young strunsaði af æfingu til að komast til Inter

Bálreiður Young strunsaði af æfingu til að komast til Inter
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp fundaði með Salah og Mane til að koma í veg fyrir fleiri rifrildi

Klopp fundaði með Salah og Mane til að koma í veg fyrir fleiri rifrildi
433Sport
Í gær

Kraftaverk Klopp: Sjáðu ótrúlega breytingu á leikmannahópnum

Kraftaverk Klopp: Sjáðu ótrúlega breytingu á leikmannahópnum
433Sport
Í gær

Ný tíðindi í máli Bruno Fernandes: Góðar líkur á að hann fari ekki til United

Ný tíðindi í máli Bruno Fernandes: Góðar líkur á að hann fari ekki til United